fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson: Krónan missir umtalsvert verðmæti á 7-10 ára fresti – þurfum að meta kostnaðinn af gjaldmiðlinum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 28. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þurfum að greina á milli vaxtaálagsins sem við borgum fyrir efnahagslega óstjórn hér á landi, sem við sjálf berum ábyrgð á, og álagsins sem við borgum fyrir gjaldmiðilinn sjálfan – kostnaðinn við að vera með örmynt í stað þess að nota stærri og stöðugri alþjóðlega gjaldmiðil, segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar. Þorsteinn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 3.mp4

„Mér leiðist svolítið þetta karp milli stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar, sem ég tel mig sjálfan nú vera og ég hef þá horft á það út frá aðgengi að alþjóðlegir mynt. En evran er ekki lausn allra vandamála sem við kljáumst við í efnahagslífinu, ef við tökum ekki ábyrgð í gegnum ríkisfjármál og vinnumarkað þá lendum við í jafnvel verri vandamálum heldur en með því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil vegna þess að hann getur þá alla vega fallið – brotnar yfirleitt undan okkar vitleysu – en það er heldur ekki til neins að benda á einhver tímabil hjá krónunni þar sem hún nær að hanga sæmilega stöðug yfir eitt ár, tvo eða þrjú,“ segir Þorsteinn.

Hann bendir á að krónan féll síðast 2019 þokkalega myndarlega og þar áður hafði hún hrunið 2008-9, þegar hún helmingaðist. Þar áður féll hún í kringum 2000 og 1990 og svo mætti áfram telja, segir Þorsteinn og segir að af þessu megi sjá að á 7-10 ára fresti missi krónan umtalsverðan hluta af virði sínu þó að hún geti síðan verið sæmilega stöðug þess á milli.

Hann segir vandann sem felist í krónunni og þeim vaxtakjörum sem bjóðast í henni vera tvíþættan. Annars vegar sé það langtímaóstöðugleiki myntarinnar og  við sjálf berum ábyrgð á þeim óstöðugleika, sem að stórum hluta megi rekja til vinnumarkaðar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Örmynt mun alltaf bera einhvern vaxtamun. Íslensk króna, jafnvel með fullkomna hagstjórn og fullkominn vinnumarkað, mun alltaf bera nokkuð vaxtaálag bara út frá smæð sinni og áhættu samanborið við stærri myntir eins og evru og dollar. Það er gjaldmiðilsálagið okkar og þar ofan á bætist álagið fyrir efnahagslega óstöðugleika, sem við berum sjálf ábyrgð á.“

Þorsteinn segir að báðar herbúðirnar – Evrópusinnar og andstæðingar aðildar – verði að greina þarna á milli, við verðum að takast á við heimatilbúinn efnahagsvanda okkar en jafnframt horfast í augu við það að krónan verði alltaf kostnaðarsamur gjaldmiðill. „Hún felur í sér talsverðan viðskiptakostnað, hún felur í sér vaxtaálag fyrir allt hagkerfið og þó að það væri ekki nema 1-2 prósent vaxtaálag er það umtalsverður kostnaður.“

Hann segist sakna þess að ekki sé hægt að taka talsvert yfirvegaðri umræðu um þessi mál með minni upphrópunum en þess í stað horfist fólk í augu við þann veruleika sem fyrir framan okkur stendur. „Þetta er ekki „mér finnst – þér finnst“ umræða, það er hægt að sýna fram á með tölum og gögnum og greina á milli álagsins sem við borgum fyrir efnahagslegan óstöðugleika og álagsins sem við borgum fyrir gjaldmiðilinn sjálfan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Hide picture