fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hermann Valsson hreinsaður af ásökunum um rangar sakargiftir – Örlagaríkt atvik hefur dregið langan dilk á eftir sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. janúar 2024 16:56

Hermann Valsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í þessum mánuði staðfesti Ríkislögreglustjóri þá ákvörðun Héraðssaksóknara að fella niður mál er varðar kæru á Hermann Valsson fyrir rangar sakargiftir. Upphafspunktur málsins er atvik sem átti sér stað á júdóæfingu í Ármanni, er Hermann, þá 65 ára gamall, féll í yfirlið eftir að hafa verið tekinn hengingartaki af iðkanda um þrítugt.

Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu í febrúar árið 2022 en atvikið átti sér stað snemma árs 2021. Hermann sakaði þann sem átti í hlut varðandi æfingaslysið og yfirþjálfara deildarinnar um að hafa látið hann liggja í 48 mínútur á gólfi æfingasalarins áður en hann var loks fluttur á sjúkrahús. Hermann kærði mennina  fyrir brot á 220. og 221. gr. almennra hegningalaga sem varða það að koma manni í það ástand að hann verði bjargarlaus og að koma ekki bjargarlausum manni til hjálpar.

Það mál var fellt niður. Var það niðurstaða héraðssaksóknara, sem ríkissaksóknari tekur undir, að ekkert komi fram í gögnum málsins sem bendi til þess að mennirnir tveir sem Hermann kærði hafi mátt átta sig á því að hann væri í lífsháska.

Ljóst er hins vegar að atvikið varð þess valdandi að Hermann þurfti að leggjast inn á taugalækningadeild og í framhaldi á Grensásdeild til endurhæfingar. Var hann í endurhæfingu vegna máttminnkunar í hægri hluta líkamans. Einnig er talið að hann hafi fengið blóðþurrðareinkenni frá heila með litlum heiladrepum vegna þrýstings á hálsslagæð, en slíkt getur gerst við hálstök í júdó.

Sjá einnig: Hermann kærður til lögreglu fyrir rangar sakargiftir – „Hvert eruð þið að grafa ykkur?“

Yfirþjálfarinn sakaði Hermann um að hafa með kærunni vegið að starfsheiðri sínum, orðspori, reynslu og hæfni. Einnig hafi hann gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs síns og um ólögmæta meingerð og ærumeiðingar. Brotið sem hann taldi Hermann hafa framið með kærunni gegn sér varðar 148. gr. almennra hegningarlaga, en hún er eftirfarandi:

„Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. … 2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“

Héraðssaksóknari felldi niður málið en sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara. Í niðurstöðu ríkissaksóknara segir að ekki sé hægt að útiloka að Hermann hafi upplifað atburðarás umrædds kvölds með þeim hætti að hann hafi misst meðvitund eða hún verið verulega skert með þeim hætti sem hann lýsti. Jafnframt hafi hann getað talið að ástand hans tengdist þeim tökum sem verið var að æfa og kæranda hljóti að hafa verið ljós sú hætta sem hann var í. „Að framangreindu virtu er að er að mati ríkissaksóknara fyrir hendi vafi um ásetning kærða til þess að bera kæranda röngum sökum sbr. 148. gr. almennra hegningarlaga. Ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins að því er varðar ætlað brot gegn ákvæði 148. gr. almennra hegningarlaga er því staðfest.“

Héraðssaksóknari bendir á að ærumeiðingar sæti ekki saksókn nema í undantekningartilvikum, sem og ærumeiðandi aðdróttanir, t.d. um refsiverða háttsemi. Algengast er að meiðyrða- og ærumeiðingarmál séu rekin sem einkamál og krafist miskabóta.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp