fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Óánægja yfir að Biggi Sævars spili á þorrablóti Íslendinga í Stavanger – „Fékk bara í magann við að sjá þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. janúar 2024 15:00

Biggi Sævars. Skjáskot Mannlíf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru á meðal Íslendinga, sem búsettir eru í Stavanger í Noregi, um hvort réttmætt sé að trúbadorinn Biggi Sævars (Birgir Sævarsson) skemmti með hljóðfæraslætti og söng á þorrablóti Íslendingafélagsins í borginni, sem haldið verður þann 17. febrúar.

Biggi er ekki mjög þekktur tónlistarmaður en hefur verið í fréttum vegna meintra kynferðisbrota, sem hann sver af sér. Í september síðastliðnum staðfesti Landsréttur sýknudóm héraðsdóms af ákæru héraðssaksóknara á hendur Bigga um nauðgun. Að minnsta kosti þrjár aðrar konur hafa kært hann fyrir nauðgun en rannsókn þeirra mála lauk án ákæru.

Biggi er meðal annars sakaður um að hafa nauðgað þáverandi vinkonu sinni, Dagmar Rós Svövudóttur, í sínu eigin brúðkaupi á Ítalíu. Dagmar greindi frá þessu í viðtali við Eddu Falak í lok árs 2021 og DV greindi frá því, sjá nánar hér.

DV hefur síðan fjallað töluvert um sýknudóm yfir Bigga af ákæru um nauðgun gegn vinkonu sinni. Konan fór heim með honum eftir gleðskap og stóð í þeirri meiningu að þangað myndi koma fleira fólk. Hún sofnaði heima hjá honum og sagðist hafa vaknað við að hann var að hafa við hana samfarir. Daginn eftir ræddu þau saman á Messenger þar sem hann baðst afsökunar en hún svaraði með hörðum ásökunum. Dómurum í héraðsdómi og Landsrétti þótti ekki sannað með óyggjandi hætti að textaspjallið vísaði til nauðgunar. Biggi sagðist hafa beðið afsökunar á því að hafa átt þátt í framhjáhaldi en á þessum tíma var konan í sambúð með öðrum manni. Textaskilaboðin voru eftirfarandi, Biggi skrifaði:

„að þú viljir ekki tala við mig aftur og ekki neitt.t…skil þig fullkomlega..og ég er enn ekkert buinn aðheyra í […]…bíð enn eftir því, mátt alveg endilega segja honum að hringj aí mig…en allavega skrýtið að alltíeinu þekki ég þig ekki…samt sko minnir mig allt sem gerist í kringum mig á þig… hélt að ég væri með fráhvarfseinkenni og söknuð þegar að […] minnkaði að tala við mig…vá hvað þá þetta…er mjög hræddur um að við séum miklu betri vinir en við heldum…þú þarft ekki en ef þú vilt heyra í mer, geturu sent skilaboð hér…sakna þín A mín og ég get aldrei byrjað að ýminda mer hvernig ég get beðist fyrirgefningar.“

Konan skrifaði hins vegar eftirfarandi:

„Alla tíð hef ég staðið við bakið á þér X og tekið við skítnum sem að aðrir hafa að segja um þig. Ég hef ALLTAF og þá er ég að tala um ALLTAF tekið upp hanskann fyrir þig í sambandi við allt kjaftæðið sem hefur verið sagt um þig. Ég áleit þig sem minn besta vin og aldrei hefði mig órað fyrir því að þú gætir gert manneskju svona hlut. Eina sem að mig langar að segja við þig er að ég vill aldrei tala við þig aftur fockings hálfvitinn þinn. Þú ert gjörsamlega búin að fara yfir öll þau strik sem er mögulega ægt að fara yfir, ég hef akkurat ekkert álit á þér og hvað vináttu okkur varðar er hún búin. hættu síðan að biðja mig um að skila því til […] að hann eigi að hringja í þig, ef að þú villt tala við hann drullastu þá bara til þess að hringja í hann sjálfur! ég vill líka taka fram að […] er ekki eini maðurinn sem að veit af þessu, […] og […] vita þetta líka og ég get fullvissað þig um það að þeir eru ekki sáttir. Ég trúi því ekki einu sinni að þú dirfist að halda það að við verðum vinir aftur, ertu virkilega það siðblindur?“

Sýknudómurinn í Landsrétti féll í september síðastliðnum. Sjá nánar hér.

Steig fram í viðtali við Mannlíf

Biggi hefur þráfaldlega harðneitað því að hafa brotið af sér kynferðislega og steig hann fram í helgarviðtali við Mannlíf í nóvember á síðasta ári. Er það í fyrsta skipti sem Biggi er nafngreindur í fjölmiðlum í tengslum við ásakanir á hendur honum af þessum toga.

Í viðtalinu (sem reyndar er að mestu læst í áskrift) sver Biggi af sér ásakanirnar og lýsir hörmungum sem þær hafa valdið honum. Hann hafi meðal annars verið rekinn úr starfi sínu sem tónlistarleiðbeinandi við Foldaskóla og hann fái ekki verkefni við tónlistarflutning. Hann lýsti einnig sjálfsvígstilraun:

„Ég var búinn að ákveða það að ég ætlaði að hoppa fram af svölunum heima hjá mér. Ég bjó uppi á sjöttu hæð. En ég fékk mér viskí í rólegheitunum en hef nú ekki verið mikill drykkjumaður þó mér finnist alveg gaman að fá mér í glas en ekki í svona tilgangi. Ég sendi skilaboð á mína fyrrverandi og sagði henni eitthvað dramatískt, passa krakkana og eitthvað. Ég ætlaði að gera þetta. Hún hringdi á sjúkrabíl og sjúkraflutningsmenn komu upp í íbúðina mína og reyna eitthvað að ræða við mig. Allt í einu var kippt í mig…“ 

Ósætti við svör og svaraleysi Íslendingafélagsins

Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um ráðningu Bigga á þorrablótið, sumir Íslendinganna eru sáttir við ákvörðunina, aðrir ekki.  Í fyrirspurn til félagsins er spurt hvers vegna ákveðið sé að ráða mann til að skemmta á þorrablótinu sem þrívegis hafi verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Spyr viðkomandi hvort ekki sé hægt að finna einhvern annan sem ekki sé með slíkar kærur á bakinu. Fyrirspyrjandi bendir á að fáir þekki til Bigga sem tónlistarmanns en hann sé aðallega þekktur fyrir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot.

Í svari Íslendingafélagsins segir:

„Við í stjórn félagsins viljum ekki tjá okkur um persónur og þeirra líf. Það er heldur seint að finna aðra skemmtikrafta fyrir kvöldið okkar að þessu sinni en þetta verður tekið til athugunar fyrir komandi viðburði.“

Biggi spilaði raunar á þorrablóti félagsins í fyrra en stjórnin segir að engar kvartanir vegna þess hafi borist þá.

Dagmar Rós Svövudóttir, kona sem kærði Bigga fyrir nauðgun í hans eigin brúðkaupi á Ítalíu, sendi fyrirspurn sama efnis á Íslendingafélagið en erindi hennar hefur ekki verið svarað. Í sinni fyrirspurn bendir hún líka á að hann hafi fengið á sig minnst þrjár kærur fyrir nauðgun en málin hafi verið felld niður. „Því miður hafa þær verið felldar niður eins og kerfið er hérna á Íslandi. Ég er ein af þeim og ég vil gera allt til að koma í veg fyrir að fleiri lendi í því sama og ég.“

Dagmar nefnir til sögunnar þrjár kærur en hið rétta er að kærurnar munu vera fjórar

Dagmar segir í stuttu samtali við DV:

„Það hræðir mig að hann fái að spila og vera í kringum fullt af fullum konum því það eru hans helstu targed, fullar konur. Fékk bara í magann við að sjá þetta, að hann væri að spila á þessu þorrablóti. Hann þarf ekki að spila, nóg um aðra vinnu án þess að þurfa að vera í sviðsljósinu í kringum fullar konur.“

 

Fréttinni hefur verið breytt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks