Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, hefur staðfest það að Victor Osimhen sé á förum frá félaginu í sumar.
Þessi 25 ára gamli leikmaður gerði nýjan samning í síðasta mánuði en það var til að hækka kaupákvæði hans í 112 milljónir punda.
Osimhen hefur lengi verið einn besti framherjinn á Ítalíu og er orðaður við stærstu félög Evrópu.
Allar líkur eru á að leikmaðurinn verði seldur í sumar en hvert hann fer mun koma í ljós á næstu mánuðum.
,,Við höfum vitað af brottför Victor síðan í sumar, samningaviðræðurnar voru vinalegur annars hefði þetta ekki tekið sinn tíma,“ sagði De Laurentiis.
,,Við vissum alltaf að hann myndi enda hjá Real Madrid, PSG eða þá ensku stórliði.“