Jurgen Klopp hefur greint frá því að hann sé að hætta með Liverpool en hann lætur af störfum eftir tímabilið.
Klopp kom til Liverpool 2015 og hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á tíma sínum þar.
Það er óvíst hver mun taka við keflinu af Klopp en Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er orðaður við starfið.
De Zerbi var spurður út í þessar sögusagnir í gær en hann vildi lítið segja um eigin framtíð.
,,Það sem ég einbeiti mér að er að gera vel seinni hluta tímabilsins. Við erum að spila mikilvægan hluta á leiktíðinni,“ sagði De Zerbi.
,,Við erum í ensku úrvalsdeildinni og berjumst um að komast í Evrópukeppni. Við eigum eftir að spila í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.“