Jurgen Klopp hefur greint frá því að hann sé að hætta með Liverpool en hann lætur af störfum eftir tímabilið.
Klopp kom til Liverpool 2015 og hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á tíma sínum þar.
Fréttirnar komu mörgum á óvart í gær og þar á meðal körfuboltastjörnunni LeBron James sem er harður stuðningsmaður Liverpool.
James þakkaði Klopp fyrir vel unnin störf en Þjóðverjinn hefur sjálfur útilokað að taka við öðru liði á Englandi.
,,Takk fyrir allt saman og meira en það. Þú ert einn stórkostlegur þjálfari,“ skrifaði James á Twitter.
,,Við munum aldrei gleyma þér og þú munt aldrei ganga einn, við munum sakna þín.“