Jurgen Klopp hefur greint frá því að hann sé að hætta með Liverpool en hann lætur af störfum eftir tímabilið.
Klopp kom til Liverpool 2015 og hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á tíma sínum þar.
Klopp er gríðarlega vinsæll á Anfield og verður hans sárt saknað en hver tekur við er ekki komið í ljós að svo stöddu.
Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, var hissa er hann heyrði af þessum fréttum og greinir frá því í pistli hjá Telegraph.
Carragher var viss um að um grín væri að ræða í fyrstu áður en hann áttaði sig á að Klopp væri í raun á förum.
,,Eftir að hafa séð fréttirnar að hann væri á förum í sumar, ég var í áfalli,“ sagði Carragher.
,,Ég hélt að þetta væri grín eða særandi brandari til að byrja með.“