Chelsea er ekki bara að borga háar upphæðir fyrir leikmenn karlaliðsins en eins og þekkt er hefur liðið eytt svakalegri upphæð í nýja menn síðustu mánuði og ár.
Chelsea er einnig að styrkja kvennalið sitt og hefur nú keypt konu að nafni Mayra Ramirez sem kemur frá Levante.
Ramirez verður dýrasta knattspyrnukona sögunnar en búist er við að upphæðin verði í kringum 550 þúsund evrur.
Chelsea borgar Levante 450 þúsund evrur til að byrja með en sú upphæð mun hækka og þá verður Ramirez sú dýrasta í sögunni og tekur það sæti af Keira Walsh sem var keypt til Barcelona 2022.
Ramirez er 24 ára gömul og gerir fjögurra og hálfs árs samning en hún er markaskorari og hefur undanfarin tvö ár leikið með Levante.