Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er meira en opinn fyrir því að selja leikmenn til grannana í Manchester United ef það hentar báðum liðum.
Pep greinir sjálfur frá þessu en City missti framkvæmdastjóra sinn, Omnar Berrarda, til United í síðustu viku sem kom á óvart.
Guardiola hefur ekkert á móti því að selja til United og öfugt en engin vinátta er á milli þessara félaga og þá aðallega stuðningsmanna.
,,Af hvejru ekki? Ef einhver er óánægður hérna og vill fara til United og verðið er rétt, af hverju ekki?“ sagði Guardiola.
,,Ef Omar er ekki ánægður hjá okkur og vill fara þangað þá verður hann að fara, hvað getum við gert?“
,,Það er ekkert að því, svonas hlutir gerast. Ef við viljum leikmann frá United og þeir eru tilbúnir að selja, af hverju ættum við ekki að ganga frá því?“