Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, þurfti að hafna ansi undarlegri beiðni frá forsetafrú landsins, Brigitte Macron.
Frá þessu greina franskir miðlar en Brigitte fylgist með fótbolta í heimalandinu og er eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Brigitte sá leik með Reims í efstu deild Frakklands nýlega og bað Deschamps um að kalla mann að nafni Junya Ito í landsliðshópinn.
Ito hefur undanfarin fimm ár gert það gott í Evrópu en hann samdi við Reims árið 2022 og hefur staðið sig mjög vel.
Deschamps þurfti því miður að hafna þessari undarlegu beiðni vegna þess að Ito er landsliðsmaður Japan og hefur spilað yfir 50 leiki.
Brigitte kom af fjöllum er hún heyrði þessi ummæli en hún hefur hrifist mikið af leikmanninum í vetur og á síðasta tímabili.