fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Með vini eins og þig þarf Bifröst greinilega ekki óvini“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. janúar 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastarf hefur lagst af á Bifröst og háskólinn sem þar hefur verið staðsettur er orðinn að fjarskóla. Fyrrverandi rektor skólans, Runólfur Ágústsson, er ósáttur við þessa þróun og hann harmar að hann hafi stuðlað að henni sjálfur með þróun fjarnáms í hans embættistíð.

Runólfur fjallar um þetta í Facebook-færslu og segir meðal annars:

„Einu sinn trúði ég því að framtíð skólans fælist í neti og tækni. Bifröst var á sínum tíma fyrstur háskóla hérlendis til að innleiða alvöru fjarnám og net í námi. Við settum upp fyrsta þráðlausa netið á landinu á Bifröst og allir nemendur fengu fartölvu við upphaf skólaárs haustið 1999. Ég trúði því í einlægni að framtíð skólanna væri tæknin. Ég hafði rangt fyrir mér. Í dag eru ekki á annað hundrað leikskólabörn á Bifröst í tæplega þúsund manna lifandi háskólasamfélagi. Fjarnámið og netið hafa þurrkað upp staðinn og fært samfélagið frá Bifröst á netið. Bifröst er orðinn einhvers konar menntalegur samfélagsmiðill, nútímaútgáfa af forvera sínum, Bréfaskóla SÍS. Þessa þróun hóf ég sem rektor og ber á henni mikla ábyrgð. Í mínum huga eru þetta mistök.

Nú kunna sumir að halda hinu gagnstæða fram, að þetta sé eðlileg framþróun og að staðbundinn skóli sé úrelt hugmynd fortíðar. Vissulega hafa þau hin sömu nokkuð til síns máls, en net og tækni mega í mínum huga aldrei verða inntak skóla. Tæknin og netið getur og á að vera mikilvægt hjálpartæki við kennslu en í þeim heimi þar sem hún ræður ríkjum víkja staðbundin og menningartengd atriði og hætt er við að skólinn hverfi frá samfélagi sínu út á óravíddir internetsins. Slíkur skóli þarf ekki á staðnum Bifröst að halda enda hefur Háskólinn á Bifröst nú yfirgefið staðinn.

Eftir stendur spurningin um hlutverk og tilgang þessa skóla í íslensku samfélagi.“

Eiríkur fullkomlega ósammála

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og einn þekktasti stjórnmálaskýrandi landsins, er mjög ósammála þessum við horfum Runólfs og telur skólann blómstra sem aldrei fyrr í sínu nútímalega formi. Eiríkur skrifar við færslu Runólfs:

„Runólfur, þetta er alrangt. Bifröst stendur sterkar en nokkru sinni og aldrei verið fleiri nemendur í þessum skóla en nú. Námsframboð er fjōlbreyttara en áður og rannsóknir hafa snaraukist og nú starfa alvōru alþjóðlegir akademikerar við skólann. Og meira að segja fjárhagurinn er traustur. Háskóli er ekki staður heldur fólk. Með vini eins og þig þarf Bifrōst greinilega ekki óvini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur