fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Höddi Magg í áfalli og skrifar fallegan pistil – „Takk fyrir allt minn ástkæri“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 19:00

Höddi Magg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn ástsæli Hörður Magnússon var, eins og margir aðrir stuðingsmenn Liverpool, sleginn yfir fréttum um að Jurgen Klopp myndi stíga frá borði sem stjóri liðsins í lok tímabils.

Klopp tilkynnti óvænt að hann væri frá förum eftir níu farsæl ár, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna.

„Einstakur einstaklingur stígur frá borði í sumar. Hann lyfti Liverpool úr meðalmennsku í hæstu hæðir. Ferðalagið eins og hann sagði frá fyrsta degi er mikilvægara en brotthvarfið. Ég er vissulega í áfalli en þessi tilkynning er í samræmi við Jurgen Klopp,“ skrifar Hörður á Facebook-síðu sína.

„Ég var of ungur þegar Bill Shankly réð ríkjum en eins og ég hef sagt áður þá er hann endurborinn Shankly. Þegar Klopp kom til Liverpool þá tók Anfield 45 þús . Eftir nokkra daga þá mun sögufrægi leikvangurinn taka 61 þúsund áhorfendur. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án hans.“

Þrátt fyrir miklar hræringar á leikmannahópi Liverpool í sumar hefur gengið verið frábært á þessari leiktíð og er liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Liverpool er að berjast á mörgum vígstöðvum á þessu tímabili sem er með ólíkindum miðað við breytingarnar í sumar. Það er ein ástæða fyrir því , Jurgen Klopp. Ef einhvern tíma hefur verið ástæða að hirða tuttugasta titilinn í efstu deild á Englandi þá er það núna.

Takk fyrir allt minn ástkæri og nú eru það næstu mánuðir,“ skrifar Hörður Magnússon að endingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing