Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi ekkert segja um hver ætti að taka við af honum sem stjóri Liverpool er hann var spurður út í það í dag.
Klopp tilkynnti í morgun að hann hyggðist hætta sem stjóri Liverpool í lok leiktíðar eftir níu farsæl ár í starfi, þar sem hann vann allt sem hægt er að vinna.
„Ég ætla ekki að segja neitt um eftirmann minn. Það eru svo margir sem vinna hér að því að finna hina fullkomnu lausn. Það síðasta sem þau þurfa er ráð frá gamla manninum sem er á förum,“ sagði Klopp léttur á blaðamannafundi í dag.
Nokkrir hafa verið orðaðir við stöðuna, þar á meðal Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool.