Jurgen Klopp segir að leikmenn Liverpool hafi ekki spurt hann margra spurninga eftir að hann tilkynnti þeim að hann væri að hætta sem stjóri Liverpool.
Klopp, sem hefur verið stjóri Liverpool síðan 2015, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að hætta í lok tímabils og margir eru slegnir.
Leikmenn tóku þessu með yfirvegun að hans sögn.
„Leikmennirnir sem ég talaði við höfðu ekki svo margar spurningar,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
„Við áttum náið samband og við erum fagmenn. Leikmennirnir eru í góðum gír.“
Liverpool er á toppi ensku úralsdeildarinnar og setur Klopp án efa stefnuna á að vinna hana á sinni síðustu leiktíð við stjórnvölinn.