Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stefán er mikill stuðningsmaður enska liðsins Luton, sem nú spilar í úrvalsdeildinni. Hann er þó mikill áhugamaður um fótbolta á öllum stigum og rifjaði upp þegar hann fór á völlinn í neðri deildunum á dögunum.
„Ég notaði tækifærið því þetta var löng helgi og tók bæði Tranmere-MK Dons og Everton-Villa,“ sagði Stefán, sem hafði farið út til að sjá sína menn í Luton mæta Burnley.
„Það er rosalega gaman að fara á leik eins og hjá Tranmere. Þetta er eitthvað alskemmtilegasta bjórtjald sem ég hef séð á nokkrum fótboltavelli.
Það eru engir Skandinavar,“ bætti hann við léttur.
Umræðan í heild er í spilaranum.