Canarian Weekly greinir frá málinu en Mannlíf greindi fyrst frá málinu hér á landi.
Í fréttinni kemur fram að lögregla hafi skoðað málið og mætt á staðinn, skemmtistað eða bar, þar sem kort mannsins var notað. Kom þá upp úr krafsinu að maðurinn hafði dvalið á umræddum stað í nokkra klukkutíma og meðal annars splæst á aðra gesti.
Þegar lögregla hafði safnað nægjum sönnunargögnum í málinu fóru fulltrúar hennar á hótel mannsins og handtóku hann.
Í frétt Canarian Weekly kemur fram að maðurinn eigi yfir höfði sér 6 til 12 mánaða fangelsi.