fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan varar við innbrotafaraldri – Fólk taki myndir af grunsamlegum mannaferðum og skrifi niður bílnúmer

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 13:30

Innbrotsþjófur að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar nú við innbrotafaraldri í heimahúsum. Mælst er til þess að fólk safni upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir.

„Undanfarið hefur verið nokkuð um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu og eru þjófarnir einkum á höttunum eftir skartgripum og peningum að því er virðist,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. „Vegna þessa er það ítrekað að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Myndefni úr öryggismyndavélum er sömuleiðis oft mjög hjálplegt.“

Bent er á að innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láti til skarar skríða. Sumir þeirra hringi dyrabjöllum og þykist vera að spyrja eftir einhverjum. Mikilvægt sé að hafa þessa hegðun í huga og vera á varðbergi.

„Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan,“ segir í tilkynningunni.

Láta nágranna vita en ekki samfélagsmiðla

Þá minnir lögreglan á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilium sínum. Svo sem að loka gluggum og hafa útiljós kveikt, bæði bakatil og að framanverðu.

Einnig er hjálplegt að láta nágrannana vita því nágrannavarsla getur skipt sköpum um að upplýsa um innbrot eða koma í veg fyrir þau. Ekki er mælt með því að auglýsa langferðir á samfélagsmiðlum. Þjófar fylgist með öllum slíkum tilkynningum.

„Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“