Jörg Schmadtke hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool þegar félagaskiptaglugginn í janúar lokar. Félagið greinir frá þessu.
Þessi þýski vinur Jurgen Klopp var ráðinn til starfa síðasta sumar en Klopp fékk hann til félagsins.
Schmadtke var áður starfandi í Þýskalandi. „Við þökkum Jorg fyrir hans mikilvæga starf,“ segir Liverpool í yfirlýsingu.
Fréttirnar koma á sama degi og greint var frá því að Jurgen Klopp væri að hætta sem þjálfari Liverpool í sumar.
Klopp hefur starfað hjá Liverpool frá árinu 2015 en lætur nú gott heita.