Rapparinn 50 Cent, Curtis Jackson, þverneitar notkun þyngdarstjórnunarlyfsins Ozempic, en breytt útlit rapparans hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Netverjar voru snöggir að láta til sín taka og sagði einn þeirra: „Þú ert orðinn 25 Cent.“
Rapparinn segist hafa vegið 127 kg áður en hann tók sig á en hann hefur misst 20 kg að eigin sögn. „Það eru allir að tala um þyngdartap. Ég var í ræktinni. Hver er að tala um Ozempic?“ segir 50 Cent í myndbandi sem birt var á Instagram á miðvikudaginn.„Ég var að hlaupa. Ég var að gera það sem ég þurfti að gera. Hvernig finnst ykkur breytingin?“
Rapparinn gaf þó ekkert um um æfingarútínu sína, en aðdáendur voru fljótir að hrósa honum fyrir að svara fyrir vangaveltur um notkun hans á Ozempic.
„Þú lítur æðislega út,“ sagði einn netverji. „50 lítur vel út. Hann er ekki ungur maður. Hann lítur samt vel út miðað við aldur. Fólk hér þarf að slaka á með tal um þyngdartap,“ sagði annar. „50 var á tónleikaferðalagi í sex mánuði samfleytt og hljóp upp og niður stiga, hljóp baksviðs og var svífandi í loftinu, auðvitað ætti hann að léttast mikið,“ sagði sá þriðji.
Heimildamaður greindi PageSix frá því að 50 Cent hefði verið í stífu æfingaprógrammi í átta mánuði. Rapparinn hefði byrjað að æfa þrjár klukkustundir á dag, alla daga, áður en tónleikaferðalag hans hófst síðastliðinn sumar.
50 Cent er greinilega á nýrri vegferð til sjálfsræktar því fyrr í þessum mánuði greindi hann frá því að hann ætlaði að hætta að stunda kynlíf til að geta betur einbeitt sér að starfsmarkmiðum sínum.