Jurgen Klopp stjóri Liveprool íhugar að þjálfa ekki aftur þegar hann hættir með Liverpool í sumar.
Það kom mörgum á óvart þegar Klopp greindi frá því í morgun að hann væri að hætta sem þjálfari Liverpool í sumar.
„Ef þú spyrð mig í dag hvort ég þjálfi aftur þá er svarið nei,“ sagði Klopp en hann útskýrði svo að hann hefði aldrei farið í frí frá fótboltanum.
Hann yrði að sjá hvort hann myndi höndla lífið án fótboltans en lofaði þó einu.
„Það er 100 prósent að ég þjálfa ekki annað lið á Englandi en Liverpool. Það er ómögulegt fyrir mig, ég gæti það aldrei.“
„Ég finn eitthvað annað að gera, ég þjálfa ekki í heillt ár. Það er klárt, það er á hreinu.“
Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.
Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.
Liverpool fær nú góðan tíma til að finna eftirmann Klopp en það gæti reynst stór spor að fylla.