fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ingileif og María Rut tóku „intervention“ á Helga – „Það er nákvæmlega það sem ég þurfti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2024 11:37

Ingileif og María Rut tóku „intervention“ á Helga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Í lok sumars 2020 tókst Helga að koma sér úr átta ára ofbeldissambandi en á þeim tíma áttaði hann sig ekki á því að hann væri í ofbeldissambandi. Hann vissi bara að honum hafði liðið mjög illa í langan tíma og þyrfti að komast út. Helgi, sem áður skein jafn skært og sólin, var orðinn grár, einangraður og þunglyndur.

Augnablikið sem hann fór frá fyrrverandi kærasta sínum var eins og atriði í bíómynd. Hann lýsti því í þættinum, sem má horfa á hér. Þeir bjuggu á þessum tíma saman í Danmörku.

„Dagarnir fyrir þetta, og vikur, í Danmörku, ég grét upp á dag. Rosalega mikið,“ segir hann.

„En þegar hann var á staðnum var ég tipp topp, algjört [leikrit]. Ég átti engan rétt á að líða neitt. Það var mjög óhentugt fyrir hann ef ég var ekki „já og amen.“ Ef ég hugsa til baka þá var þetta ömurlegur tími.“

Helgi Ómarsson er gestur vikunnar í Fókus.

Tóku intervention

Eins og fyrr segir hafði Helgi ekki áttað sig á því að hann væri í ofbeldissambandi, en hvað gerði það að verkum að hann hafi ákveðið að flýja aðstæður?

„Það voru Ingileif og María, vinkonur mínar. Þær tóku svolítið svona intervention á mig,“ segir hann.

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eru góðar vinkonur Helga.

„Þetta er eitthvað sem er rosalega erfitt, því núna eftir allt þetta þá veit ég líka að ég gæti aldrei sagt við manneskju í ofbeldissambandi: „Þú þarft að fara út, þú þarft að hætta með honum.“ Hver og einn þolandi þarf að finna það sjálfur. Það eru fullt af konum þar sem lögreglan eða alls konar stofnanir hafa ítrekað reynt að segja: „Þú getur ekki verið með þessum manni.“

Manneskjan verður að finna það sjálf. Ég var sem betur fer orðinn það bugaður og frekar ónýtur að ég gat tekið á móti því. Ingileif er svona algjört blóm, hún er ást og María er tough love. Það er nákvæmlega það sem ég þurfti og það var mjög mikil vakning.“

Hann segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

Ingileif og María. Mynd: Hanna

En hvað er hægt að gera sem aðstandandi?

Hvað geri ég, ef ég tek eftir því að vinkona mín er í óheilbrigðu sambandi, þarf ég bara að bíða?

„Það er pínu þannig, því miður. Ég vildi óska þess að það væri Men in Black takki sem geti vakið þig til umhugsunar. Því þolendur vernda alltaf… Ég var alltaf að afsaka og verja minn fyrrverandi,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið mjög meðvirkur með geranda sínum.

„Þetta er algjör sturlun í rauninni, hvernig þetta virkar.“

Helgi segir að hann sé að upplifa hvernig það sé að vera aðstandandi. „Ég er í stöðu þar sem ég þarf að segja: „Hvað þarf að gerast til að ég geti stigið inn?“ Af því að það er ein manneskja nálægt mér sem er sofandi. Þetta er mjög sorglegur staður að vera á, að hugsa: Hvað þarf að gerast?“

Fylgstu með Helga á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið Helgaspjallið á Spotify og Apple Podcasts.

Smelltu hér til að sjá hvar þú getur leitað hjálpar ef einhver er að beita þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Hide picture