Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur fengið það í gegn að taugasérfræðingar verði til taks fyrir leikmenn félagsins og geti hjálpað þeim í þeim úrslitaleikjum sem framundan eru.
Liverpool notaði þessa sömu sérfræðinga fyrir tveimur árum en þeir starfa fyrir þýska fyrirtækið Neuro11.
Um er að ræða sérfræðinga sem skoða taugakerfi leikmanna og ráðleggja þeim hvernig hugsanir og annað getur hjálpað þeim.
Liverpool vonar að þessi vinna hjálpi félaginu í átt því að vinna þá fjóra titla sem félagið er að keppa um.
Liverpool er komið í úrslita enska deildarbikarsins, er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og þá er liðið komið áfram í enska bikarnum og Evrópudeildinni.
Klopp telur að öll smáatriði muni hjálpa liðinu í því að ná þeim árangri sem leikmönnum félagsins dreymir um.