fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ísland komið í 2. sætið í veðbönkum

Fókus
Föstudaginn 26. janúar 2024 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland heldur áfram að rísa í veðbönkum fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem fram fer í Malmö í vor. Samkvæmt Eurovisionworld.com er Ísland í 2. sæti og eru sigurlíkurnar nú metnar 9%.

Í gær var Ísland í 3. sæti á listanum og virðist margt benda til þess að ísland fari á toppinn áður en yfir lýkur.

Þetta vekur athygli, ekki síst í ljósi þess að framlag Íslands hefur ekki enn verið valið og þá hefur nær enginn heyrt þau lög sem keppa í undankeppninni. Þá liggur ekki einu sinni fyrir hvort Ísland verði með.

Allt bendir til þess að þessi mikli uppgangur Íslands í veðbönkum tengist því að Palestínumaðurinn Bashar Murad mun taka þátt í Söngvakeppninni. Áður en það var opinberað að hann tæki þátt í undankeppninni var Ísland í neðri hlutanum í veðbönkum.

Mjög hefur verið þrýst á hér á landi að Ísland verði ekki með í keppninni í vor vegna þátttöku Ísraels. RÚV tilkynnti í vikunni að Söngvakeppnin yrði aftengd Eurovision-söngvakeppninni og var ekki útilokað að sigurvegari keppninnar færi ekki til Malmö í maí þar sem keppnin fer fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja