Eggert Gunnþór Jónsson er á leið í KFA en Mikael Nikulásson þjálfari liðsins staðfestir þetta í Þungavigtinni í dag en Eggert er uppalinn á Austfjörðum.
Eggert verður 35 ára á þessu ári en samningur hans við FH var á enda. Hann hafði verið orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Val og FH eftir tímabilið.
Nú er ljóst að þessifyrrum landsliðsmaður er á leið heim og mun leika með KFA í 2 deildinni auk þess að vera aðstoðarþjálfari liðsins.
Hugmyndin að þessu kom upp þegar Eggert spilaði golf með góðum vini Mikaels, sjálfum Ríkharð Óskari Guðnasyni. Fóru þeir hring saman á Tenerife í nóvember.
„Það er bara akkúrat þannig, þetta kom í gegnum Ríkharð fyrst. Það eru allar líkur á að Eggert Gunnþór sé að koma í KFA,“ sagði Mikael í þættinum og hélt áfram.
„Hann kemur í teymið, ég fundaði með honum í morgun (Í gær]. Það yrði geggjað ef hann kæmi hingað.“