Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gerir lítið úr því að Omar Berrada sé farinn til Manchester United og verði nýr stjórnarformaður félagsins.
Berrada hefur mikla þekkingu á leikmannamarkaðnum en einnig af rekstri félaga eftir langt starf hjá City og Barcelona.
Það hefur vakið nokkra athygli að einn mikilvægasti starfsmaður City hætti hjá félaginu og haldi til United sem er í tómum vandræðum.
„Kevin de Bruyne er enn hjá City, Erling Haaland spilar hérna líka,“ sagði Guardiola og brosti þegar hann var spurður út í brotthvarf Berrada.
„Ef Manchester United heldur að hann breyti öllu, til hamingju með það.“
„Þekking hans fer til Manchester United, það er staðreynd. Þegar þú kaupir leikmann þá kemur hann með þekkingu sem hann fékk frá öðrum þjálfara, öðrum samherjum. Það er eðlilegt.“
„Við lærum alltaf, Manchester City lærði mikið af Berrada en Omar lærði líka mikið hjá Manchester City.“
‘They have to make a new stand for Omar Berrada if he can sort out Man Utd!’ | Pep Guardiola#pepguardiola #mancity #guardiola
Full embargoed press conference on YouTube here: https://t.co/XPSjGcUx4O pic.twitter.com/uYKLuiBqLL
— BeanymanSports (@BeanymanSports) January 25, 2024