fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vilja rannsókn á hvarfi Lúðvíks  

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur manns sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar síðastliðinn kalla eftir því að aðdragandi slyssins og aðstæður á vettvangi verði rannsakaðar.

Heimildin fjallar um þetta í dag í nýjasta tölublaði sínu.

Maðurinn, Lúðvík Pétursson, var einn að störfum á vettvangi þegar hann hvarf ofan í sprungu og bar leit að honum engan árangur. Leit var svo hætt þann 12. janúar eftir að aðstæður á vettvangi voru metnar ótryggar – ekki væri forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna.

Varað hafði verið við sprunguhreyfingum á svæðinu eftir jarðhræringar undanfarinna mánaða.

Bent er á það í frétt Heimildarinnar að Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks, hafi skrifað á Facebook-síðu sína eftir slysið að vonandi yrði „farið í það að leita svara og ræða aðdraganda og atburðarás af hreinskilni, heiðarleika og hófsemi“.

Elías er sagður hafa beðist undan viðtali en staðfest að með skrifum sínum á Facebook væri hann að kalla eftir því að málið yrði rannsakað af sjálfstæðum, óháðum aðilum.

Þá segir í umfjölluninni að af samtölum við aðra nána ættingja hafi komið fram að þau telji nauðsynlegt að rannsókn fari fram. Ættingjar hafi einnig verið ósáttir við hvernig yfirvöld stóðu að samskiptum við fjölskylduna. Þannig hafi þau ítrekað fengið fyrstu fréttir af framgangi leitarinnar í fjölmiðlum.

Nýjasta tölublað Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði