fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Býður sig fram gegn Pútín – Ætlar að stöðva stríðið og segir Pútín hafa gert fjölda mistaka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 06:30

Boris Nadezhdin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Nadezhdin hyggst bjóða sig fram sem forseta Rússlands gegn Vladímír Pútín sem hefur haldið um valdataumana í landinu frá því um aldamótin. Nadezhdin segir að ef hann verði kjörinn, verði fyrsta verkefni hans að stöðva stríðið í Úkraínu og því næst að koma á eðlilegum samskiptum við Vesturlönd.

Þetta sagði hann í samtali við BBC. Hann sagði að Pútín hafi gert mörg mistök og það eigi ekki aðeins við um stríðið í Úkraínu. „Hann eyðilagði í raun og veru lykilstofnanir Rússlands nútímans. Verkefni mitt verður að endurreisa þessar stofnanir,“ sagði hann.

Á þriðjudaginn lauk hann við að safna undirskriftum 100.000 meðmælenda með framboði hans en það er sá fjöldi sem þarf að lýsa yfir stuðningi við framboð hans svo það verði tekið gilt. Hann sagði BBC að margar milljónir kjósenda styðji hann.

En það verður að teljast óvíst að hann fái að bjóða sig fram eða lifi nægilega lengi til að af framboði geti orðið. Pútín og hans fólk fer ekki blíðum höndum um andstæðinga forsetans og eiga þeir það til að deyja með dularfullum hætti.

Það gæti líka farið eins fyrir framboði Nadezhdin eins og framboði Jekaterina Duntsova, sem er einnig mótfallin stríðinu, sem var meinað að bjóða sig fram. Nadezhdin er meðvitaður um þetta en segist samt sem áður reikna með að fá að bjóða sig fram.

„Markmið mitt er að breyta Rússlandi. Það getur vel verið að ég verði ekki forseti þann 17. mars en en ég ætti að fá bestu kosninguna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“