fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Fjölnir segir skelfilegan veruleika blasa við lögreglumönnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 08:30

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað hefur lögreglumönnum oft verið hótað á einhvern hátt. Það hefur þó ekki verið með sama hætti og nú þegar fólk virðist framkvæma hótanirnar.“ Þetta sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið.

Í gær var skýrt frá því að lögreglukona hefði neyðst til að flýja heimili sitt vegna líflátshótana og herma heimildir blaðsins að sé sem hafði í hótunum við hana sé erlendur ríkisborgari sem tengist skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun nóvember síðastliðins.

Kveikt var í bíl lögreglumanns á síðasta ári og skemmdarverk voru unnin á bíl annars.

Fjölnir segir þessa þróun skelfilega og að hafa verði í huga að bak við búninginn sé manneskja, fjölskyldufólk, sem sé að vinna sína vinnu.

„Þetta er engin viðkvæmni í okkur. Það hefur oft eitthvað verið sagt við lögreglumenn í hita leiksins en þegar eitthvað sem við getum jafnvel kallað skipulögð samtök eru farin að hóta okkur horfir það öðruvísi við. Við vitum að eigur lögreglumanna hafa verið skemmdar og það hefur verið fylgst með lögreglumönnum. Auðvitað er það skelfilegur veruleiki að geta ekki verið með skráð póstfang,“ hefur Morgunblaðið eftir honum.

Hann sagði að lögreglumenn vilji höfða til alls samfélagsins um að standa með lögreglumönnum. Lögreglumenn hafi vakið athygli á auknum vopnaburði og aukinni hörku. Nú bætist hótanir við. Slíkar hótanir geti meðal annars verið að afbrotamenn viti hvar viðkomandi lögreglumaður á heima og hvar börnin hans séu í skóla. „Eru þeir að meina þetta í alvörunni? Við höfum ekki liðið slíkt í íslensku samfélagi hingað til og við þurfum að stoppa þetta strax í fæðingu nú,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“