Phil Foden, leikmaður Manchester City, útskýrði í viðtali við CNN hvers vegna hann er númer 47.
Hinn 23 ára gamli Foden hefur verið á meðal bestu manna ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og unnið hvern titilin á fætur öðrum. Margir hafa því velt fyrir sér hvers vegna hann er enn númer 47, númer sem ungur leikmaður að stíga sín fyrstu skref myndi almennt bera.
Í viðtalinu var Foden til að mynda spurður út í það þegar hann tók bílpróf á dögunum. Þar sást millinafn hans, Walter, sem fáir hafa spáð í.
„Þetta kemur frá afa mínum. Það vissu ekki margir að þetta væri millinafnið mitt,“ sagði Foden og útskýrði svo að númerið hans tengdist afa hans.
„Hann féll frá þegar hann var 47 ára. Þess vegna er ég númer 47.“
Phil Foden wears No. 47 for his grandad, Walter 💙
(via @CNNFC) pic.twitter.com/e3EwJWW28J
— B/R Football (@brfootball) January 25, 2024