Áhugaverð umræða spratt upp í kjölfar þess að rætt var um skipti Hákonar Rafns Valdimarssonar frá Elfsborg til Brentford, en Åge Hareide, sem tók við sem landsliðsþjálfari í fyrra af Arnari Þór Viðarssyni, gerði hann að aðalmarkverði landsliðsins undir lok síðasta árs.
„Hún (Vanda) rífur í gikkinn og rekur Arnar Þór Viðarsson. Bara það að reka hann færði okkur þrjá geðveika leikmenn í landsliðið. Hákon er óumdeilt markvörður númer eitt. Åge er bara búinn að henda honum í treyju númer eitt,“ sagði Hjörvar.
Hareide valdi fleiri leikmenn í landsliðið sem ekki voru í náðinni hjá Arnari.
„Að fá Åge inn færði okkur Willum (Þór Willumsson) og líka Albert Guðmundsson,“ sagði Hjörvar enn fremur.