Real Madrid er til í að selja stjörnuleikmann sinn, Vinicius Junior, ef félaginu tekst að landa Kylian Mbappe í sumar. Spænska blaðið Sport segir frá þessu.
Mbappe hefur í langan tíma verið orðaður við Real Madrid og talið er að draumur hans sé að fara þangað einn daginn. Það gæti gerst í sumar en er ekki komið á hreint.
Fari svo að Real Madrid landi Mbappe er það til í að selja Vinicius Junior, einnig til að ná inn góðri fjárhæð á móti.
Vinicius er lykilmaður hjá Real Madrid en félagið þráir að fá Mbappe.