Víða er nú rafmagnslaust í miðborg Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Landspítalinn er keyrður á varaafli sem stendur.
Þá er rafmagnslaust í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.
Að sögn Veitna er unnið að viðgerðum.
Þá er einnig rafmagnslaust víða á Suðurnesjum eftir að eldingu laust niður í Suðurnesjalínu. Tekist hefur að koma rafmagni á sums staðar að nýju, svo sem í Innri Njarðvík og í hluta af Keflavík.