Liverpool er á meðal félaga sem ætla að reyna að fá Joshua Kimmich í sínar raðir frá Bayern Munchen í sumar.
Þetta kemur fram í þýska miðlunum Bild en framtíð Kimmich hefur mikið verið í umræðunni undanfarið.
Samningur kappans rennur út eftir næstu leiktíð og sem stendur er ólíklegt að hann verði framlengdur. Líkur eru því á að Bayern selji miðjumanninn í sumar.
Liverpool ætlar að blanda sér í kapphlaupið um leikmanninn samkvæmt nýjustu fréttum. Félagið hefur verið í leit að styrkingu á miðsvæði sínu.
Þá kemur fram að Manchester City og Barcelona ætli sér að berjast um Kimmich einnig.