Brentford er í viðræðum við Ferhevar í Ungverjalandi um að hefja samstarf sem yrði til þess að leikmenn sem vantar spilatíma verði lánaðar þangað.
Brentford vill náið samstarf svo að félagið geti haft nokkuð með það að gera hvernig leikmennirnir æfa og slíkt.
Enska félagið er að ganga frá kaupum á Hákoni Rafni Valdimarssyni frá Elfsborg og fer hann í mikla samkeppni hjá Brentford.
Ferhevar er eitt af betri liðum Ungverjaland en liðið er sem stendur í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi.
Brentford sér mikinn hag í því að hafa félag í samstarfi þar sem það getur sent unga og efnilega leikmenn á láni.