Romelu Lukaku lofsöng sádiarabísku deildina eftir æfingaleik með Roma gegn Al-Shabab þar í landi í gær.
Sem stendur er Lukaku hjá Roma á láni frá Chelsea en hann sér sig vel spila í Sádí á næstunni. Það er þó talið að Lukaku hafi hafnað Al-Hilal í Sádí í sumar, þegar hann valdi Roma frekar.
„Ég sé þessa deild verða ein af þeim bestu, ef ekki sú besta, í heimi,“ sagði Lukaku í gær. Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, hefur talað í svipuðum dúr.
„Félögin leggja mikinn metnað í að fá stóra leikmenn hingað og liðin og deildin hefur bæst mikið.“
Spurður að því hvort hann sjá sig spila í Sádí einn daginn sagði Lukaku: „Klárlega.“
Lukaku á samkvæmt samningi að fara aftur til Chelsea í sumar en nokkuð ljóst er að hann á ekki framtíð fyrir sér þar.