fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ísland að verða líklegast til að vinna Eurovision samkvæmt veðbönkum

Fókus
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 13:22

Diljá keppti fyrir hönd Íslands á síðasta ári en ekki liggur fyrir hver fer í vor, ef við förum. Hugsanlega Palestínumaðurinn Murad, mögulega einhver annar flytjandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að framlag Íslands í Eurovision hafi ekki einu sinni verið valið og þó að enn ríki ákveðin óvissa um hvort Ísland verði með erum við einna líklegust til að vinna keppnina í vor.

Á vef Eurovisionworld.com má sjá samantekt á sigurlíkum frá hinum ýmsu veðbönkum. Eins og staðan er í dag eru líkurnar á að Ísland vinni metnar 7% og eru aðeins Bretland (8%) og Úkraína (10%) fyrir ofan okkur.

Ísland hefur rokið upp í veðbönkum síðastliðinn sólarhring en líklegt má teljast að það tengist því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvakeppninni, forkeppni Eurovision hér á landi. Ekki liggur fyrir hvaða aðrir flytjendur keppa í Söngvakeppninni en það verður opinberað á laugardag.

Mjög hefur verið þrýst á að Ísland verði ekki með í keppninni í vor vegna þátttöku Ísraels í keppninni. RÚV tilkynnti í vikunni að Söngvakeppnin yrði aftengd Eurovision-söngvakeppninni og var ekki útilokað að sigurvegari keppninnar færi ekki til Malmö í maí þar sem keppnin fer fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram