fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Lýsir góðæri hjá RÚV á meðan aðrir fjölmiðlar herða sultarólina

Eyjan
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins rýna rýna í tölur Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla. Voru þær að mestu óbreyttar á milli áranna 2021 og 2022 og námu samtals um 29 milljörðum króna.

Staksteinar segja að á sama tímabili og einkareknir fjölmiðlar hafa barist í bökkum hafi tekjur RÚV aukist um tæplega tvo milljarða:

„Það er skemmst frá því að segja að á meðan aðrir fjöl­miðlar þurfa að hafa tölu­vert fyr­ir líf­inu, og fyr­ir suma dugði það ekki til, þá hef­ur Rík­is­út­varpið blómstrað. Tekj­ur einka­rek­inna miðla dróg­ust sam­an frá ár­inu 2016 til 2022, en á sama tíma juk­ust tekj­ur Rúv. um nær tvo millj­arða króna. Hlut­deild þess í heild­ar­tekj­um fjöl­miðla hef­ur á öld­inni aldrei verið meiri en árið 2022, nema lík­lega í fyrra, en Hag­stof­an er ekki kom­in með þær töl­ur.“

Ennfremur bendir Staksteinahöfundur á að RÚV hafi tekið til sín 26% af heildartekjum (auglýsingafé og áskriftir) á fjölmiðlamarkaði árið 2022 en árið 2016 var hlutfallið 21%. Þróunin sé sláandi en á sama tíma hafi starfsmenn RÚV og stjórnmálamenn sífelldar áhyggjur af því að RÚV skorti fé.

„Væri ekki í lagi að segja stofn­un­inni að hagræða ef ört vax­andi tekj­urn­ar duga ekki?“ eru lokaorð pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“