Mohamed Buya Turay framherji OB í Danmörku varð að senda bróðir sinn í eigin giftingu þar sem félag hans á þeim tíma leyfði honu ekki að vera í fríi.
Sumarið 2022 var Turay að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð eftir að hafa spilað í Kína í nokkur ár.
Þetta sumar var búið að plana giftingu Turay í heimalandi hans, Síera Leon en hann varð því miður að fara til Svíþjóðar.
„Við giftum okkur 21 júlí í heimalandinu, ég gat ekki verið þar því Malmö skipaði mér að mæta fyrr til æfinga,“ segir Turay.
„Við tókum myndir af okkur áður en ég hélt til Svíþjóðar, bróðir minn þurfti að mæta í athöfnina í minn stað.“
Ekki kemur fram hvort gestirnir eða presturinn hafi nú áttað sig á því að þarna var bróðir Turay mættur en ekki hann sjálfur.