fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Alda Coco misnotuð á Einkamálum: „Það var sagt að ég væri lauslát“

Upplifði innrás í einkalífið – Lætur illt umtal sem vind um eyru þjóta

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Coco Jónasdóttir, 27 ára, lenti í því fyrir tveimur árum að einhver bjó til prófíl á Einkamál.is undir hennar nafni og með myndum af henni. Sjálf var hún í sambandi á þeim tíma og hafði ekki svo mikið sem opnað vefsíðuna þegar henni bárust fréttir af henni í gegnum vin.

Í þessari myndatöku var fyrirmyndin Pamela Anderson í Barb Wire.
Vígaleg Í þessari myndatöku var fyrirmyndin Pamela Anderson í Barb Wire.

Mynd: Ólafur Harðarson

Alda, sem vinnur um þessar mundir sem þjónn á veitingahúsinu Surf and turf á Selfossi á milli þess sem hún sinnir módelstörfum, segir það hafa verið afskaplega óþægilegt að fá þessar fréttir.

„Ég var í sambandi með barnsföður mínum og mjög langt frá því að vera að þvælast á Einkamálum. Samkvæmt prófílnum átti ég að vera búsett á Höfn í Hornarfirði, sem er óhuggulegt því ég á fjölskyldu þar. Ég hélt fyrst að þetta gæti verið litli bróðir minn að stríða mér, en svo áttaði ég mig á að hann mundi aldrei gera mér svona grikk.“

Módelmyndir notaðar

Sá sem bjó til prófílinn notaði módelmyndir af Öldu, en á mörgum þeirra er hún fáklædd. „Það var greinilegt að viðkomandi hafði farið inn á facebook prófílinn minn og tekið þaðan myndir. Ég legg mikla áherslu á að fá leyfi hjá ljósmyndurum sem mynda mig og þarna voru myndir auðvitað notaðar í leyfisleysi. Ég fór inn á Einkamál og sá að það voru mjög margir búnir að skoða þennan prófíl og ég er viss um að manneskjan sem gerði þetta hefur átt í spjalli við marga þarna inni.“

Öldu hugnast ekki þegar orð hennar eru tekin úr samhengi.
Vill ekki vera misskilin Öldu hugnast ekki þegar orð hennar eru tekin úr samhengi.

Mynd: Ólafur Harðarson

Algjör vanvirðing

Alda segir að hún hafi upplifað innrás í sitt einkalíf þegar þetta gerðist. „Tilfinningin sem ég fékk var algjör vanvirðing. Einhver var greinilega búinn að skoða mig vandlega því það var ekki aðeins tengingin við Höfn sem kom þarna fram heldur var hárrétt hæð og þyngd gefin upp í prófílnum, og það var ég hvergi með skráð.“

Í kjölfarið hafði fjöldi karlmanna samband við hana á facebook. „Margir höfðu séð þennan prófíl á Einkamálum og sendu mér skilaboð á borð við „hva, skvísan bara á Einkamálum!“, en ég auðvitað neitaði því og þurfti að útskýra hvað væri í gangi.“

Ekki lauslát

Alda segist ekki hafa gert neitt í málinu þegar þetta kom upp. „Ég hefði líklega getað kært þetta, en ég ákvað að gera ekki neitt. Vissi í raun ekki hvað ég gæti tekið til bragðs. En það er greinilegt á umræðunni undanfarið að fleiri þekktar stelpur eru að lenda í þessu.“

Alda situr gjarnan fyrir á eggjandi myndum og oft á nærfötunum einum saman. Hún segist þó ekki lenda í miklu áreiti eða á milli tannanna á fólki. „Reyndar lenti ég í því þegar ég hætti í sambandi nýlega að kjaftasögur fóru af stað um mig á Selfossi þar sem ég hef búið. Það var mjög leiðinlegt og eitthvað sem ég hef óttast alla ævi. Það var sagt að ég væri lauslát og ég mátti ekki sjást á tali við karlkyns vini mína án þess að allt færi af stað. Ég fór svo að hitta nýja kærastann minn og hann var að heyra þessi ósannindi út um allt, en hann vissi hvers kyns var og í dag erum við búin að vera saman í þrjá mánuði og gengur mjög vel.“

Margir hafa líkt Öldu við Pamelu Anderson þegar hún var upp á sitt besta.
Líkt við Pamelu Margir hafa líkt Öldu við Pamelu Anderson þegar hún var upp á sitt besta.

Mynd: Ólafur Harðarson

Líkt við klámmyndastjörnu

Að öðru leyti segir Alda að fólk taki henni almennt mjög vel. „Á Selfossi þegar ég fór út að skemmta mér lenti ég ítrekað í samræðum við ungar stelpur sem litu upp til mín og voru mjög styðjandi. Auðvitað er fólk inn á milli sem er að líkja mér við einhverja klámmyndastjörnu, en ég læt sem ég heyri það ekki. Svara aldrei svoleiðis rugli. Ef það kemur eitthvað inn á kommentakerfi DV hugsa ég að ég lesi það ekki einu sinni.“

Alda birtist oft á síðum blaða á borð við Séð og heyrt, og segir það yfirleitt jákvætt, en þó séu hlutirnir oft teknir úr samhengi. „Um daginn birtist ég til dæmis á forsíðunni með fyrirsögninni „Mikilvægt að vera ljóshærð og með sílíkonbrjóst“, nokkuð sem ég sagði aldrei. Þetta kom frekar illa út fyrir mig því mér finnst leiðinlegt að fólk misskilji mig og haldi að ég sé önnur en ég er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir