Veður byrjaði að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í morgun og fellur gul viðvörun úr gildi klukkan 07:30.
Veðrið mun svo ganga yfir landið og eru appelsínugular viðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi fram yfir hádegi í dag. Reikna má með 20 til 28 metrum á sekúndu og gætu vindhviður farið í 35 metra á sekúndu. Á þessum slóðum verður ekkert ferðaveður og varasamt ferðaveður í öðrum landshlutum.
Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, fyrst vestan til og það kólnar í veðri. Síðdegis má gera ráð fyrir suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndum og éljum víða.
„Það er útlit fyrir svipað veður áfram á morgun, en þó nokkuð samfelldari snjókomu fyrri partinn. Frost 0 til 6 stig.
Það er litlar breytingar að sjá á laugardag, spáð er útsynningi með éljagangi sunnan- og vestantil á landinu.“