Þetta sagði Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, á hinni árlegu World Economic Forum ráðstefnu í Davos í Sviss í síðustu viku.
Tilefni ummælanna var að Þýskaland, sem hefur lengi verið talið vélin sem keyrir hagvöxt áfram í Evrópu, hefur hægt verulega á sér. Á síðasta ári skrapp þýska hagkerfið saman um 0,3% og var það líklega versta frammistaða stóru hagkerfanna í Evrópu.
Lindner sagði að Þýskaland væri á „upphafsstigi tímabils endurbóta“ en skýrði ekki nánar hvað hann átti við.
Þýskaland varð þekkt sem „veiki maður Evrópu“ síðla á tíunda áratugnum þegar hagkerfið átti í vanda og atvinnuleysi jókst mikið. Þjóðverjum tókst að snúa þessu við með því að grípa til margra umbóta á vinnumarkaðnum og hjól efnahagslífsins snerust af miklum krafti í kjölfar fjármálakreppunnar 2008.
En síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Samdrátturinn í þýska hagkerfinu á síðasta ári var fyrsta samdráttarskeiðið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út.