BBC skýrir frá þessu og segir þetta tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO sem segi að tilfellum fari enn fjölgandi og að brýnt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir enn frekari fjölgun.
WHO telur að ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun sé að færri börn hafi verið bólusett gegn mislingum á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar gekk yfir.
Dr. Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, sagði 21.000 hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna mislingasmits og 5 hafi látist. Þetta sé mikið áhyggjuefni. „Bóluefni er eina leiðin til að vernda börn gegn þessum hugsanlega hættulega sjúkdómi.“