Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand vill sjá Jose Mourinho taka við enska landsliðinu næst.
Portúgalinn var rekinn frá Roma á dögunum og er því atvinnulaus.
Gareth Southgate er talinn ætla að hætta með enska landsliðið á næstunni og vill Ferdinand sjá Mourinho taka við.
„Ég myndi ráða Jose Mourinho en ég held að enska knattspyrnusambandið geri það ekki,“ segir Ferdinand.
„Enska knattspyrnusambandið fer ekki úr Gareth Southgate í Jose Mourinho. Það er of mikil breyting á karakter og persónuleika. Þetta mun ekki gerast.“