Arsenal er sagt mjög nálægt því að ganga frá kaupum á Martin Zubimendi miðjumanni Real Sociedad. AS á Spáni heldur þessu fram.
AS segir að Arsenal sé í virku samtali við Sociedad um að. kaupa Zubimendi næsta sumar.
Þá er búist við að Thomas Partey yfirgefi Arsenal og telur Mikel Arteta að Zubimendi passi vel inn í leikstíl sinn.
Zubimendi er í spænskum miðlum kallaður næsti Sergio Busquets sem líklega er besti varnarsinnaði miðjumaður í sögu Spánar.
Zubimendi er fæddur árið 1999 en hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán. Hann hefur alla tíð spilað fyrir Sociedad.