fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hefði ekki órað fyrir afleiðingum trekantsins

Fókus
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 22:29

Trekantur er kannski ekki alltaf góð hugmynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók mjög heimskulega ákvörðun þegar ég samþykkti að fara í trekant með kærasta mínum og bestu vinkonu minni. Og núna er hún ólétt og barnið er hans.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Ég er 30 ára og vinkona mín er 31 árs. Við ólumst upp saman. Hana hefur alltaf langað að fara í trekant og ég sagðist vera til að gera það með henni, með réttum þriðja aðila. En ég var ekkert að pæla annars í þessu.

Þegar ég byrjaði með kærasta mínum, sem er 33 ára, sagði hún að hann myndi vera fullkominn í trekant með okkur. Ég samþykkti að lokum að tala við hann, hann var skeptískur en okkur tókst að sannfæra hann og við sváfum öll saman.

Lífið hélt svo bara áfram eins og venjulega en aðfangadagskvöld kom hún heim til okkar, óboðin. Hún var með jákvætt óléttupróf sem hún sýndi okkur og ég fékk áfall þegar hún sagði að kærasti minn væri faðir barnsins.

Ég og kærasti minn bjuggumst við að hún myndi fara í þungunarrof og kærasti minn bauðst til að borga fyrir aðgerðina. En hún sagði nei. Hún sagði að hana hefur lengi langað að verða móðir.

Hún sagði einnig að ég gæti ekki verið sár því ég hafði samþykkt trekantinn en ég hélt að hún væri á pillunni.

Núna er hún alltaf að senda mér myndir af íbúðum og húsum sem við gætum öll leigt saman. Mig langar það alls ekki. Hvernig myndi það virka? Hún er að gera mig brjálaða.“

Ráðgjafinn svarar:

„Eins mikið áfall þessar fréttir hafa verið fyrir þig, þá er það því miður þannig að hún á alfarið að fá að sjá um að taka ákvörðun varðandi meðgönguna. Þessar aðstæður geta orðið til þess að það slitni upp úr vináttu ykkar, jafnvel sambandinu þínu líka.

Í fullkomnum heimi á barn tvö ástríða foreldra og hann ætti allavega að styðja barnið fjárhagslega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram