Heimavöllur Lokomotiv Kyiv í Úkraínu er gjörónýtur í kjölfar loftárásar Rússa í gær.
Rússar hófu loftárásir á svæðinu í kringum leikvanginn í gærmorgun og fimm létu lífið að sögn Guardian.
Fjöldi bygginga eyðilagðist og það gerði Ukrzaliznytsia leikvangur Lokomotiv einnig.
Liðið leikur í úkraínsku B-deildinni en þarf að finna sér annan stað til að spila á þegar keppni hefst á ný eftir vetrarfrí í mars.
Undanfarna daga hafði leikvangurinn verið notaður fyrir æfingar og leiki hjá barnaliðum á svæðinu. Slíkt var þó ekki í gangi þegar árásin átti sér stað.
„Önnur hryðjuverkaárás sem er til þess gerð að skemma drauma barna. Heimurinn þarf að sjá þetta,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lokomotiv.
Hér að neðan er myndband og yfirlýsing sem félagið birti.