Inga Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Dineout, er stödd í Þýskalandi ásamt sínum heittelskaða, Loga Geirssyni, til að styðja íslenska landsliðið í handbolta.
Hún birti mynd af sér á Instagram í landsliðstreyju og skrifaði með: „Smituð af handboltabakteríunni.“
Glöggur blaðamaður Smartlands tók hins vegar eftir að allt væri ekki með felldu og að Inga Tinna hafi breytt bakgrunni myndarinnar.
Myndin sem Inga Tinna fékk „að láni“ var frá hótelinu Hyatt Regency Cologne. En samkvæmt Smartlandi gisti parið ekki þar heldur „á hóteli í lægri verðflokki.“