fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fast skotið á Íslendinga vegna Eurovision-málsins: „Þið eruð ömurleg í Eurovision hvort sem er“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að ætla að bíða með að taka ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision þar til eftir Söngvakeppnina hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna.

Eins og komið hefur fram verða tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í Eurovision í vor rofin. Mun Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision, fara fram eins og venjulega en ákvörðun tekin síðar um það hvort Ísland tekur þátt í Eurovision. Verður það gert í samráði við sigurvegara keppninnar.

Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa stuðningsmenn Ísraels meðal annars tjáð sig. Virðast margir þar vera þeirrar skoðunar að Íslendinga verði ekki saknað sérstaklega ákveði þeir að taka ekki þátt vegna stríðs Ísraelsmanna á Gaza. Minna sumir á árangur Íslands í keppninni hingað til.

„Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur aldrei unnið Eurovision. Ísrael hefur unnið 4 sinnum!!! Bless Ísland,“ segir einn og bætir við að Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að því að ná betri árangri í keppninni. Klikkir viðkomandi út með þessum orðum: „You suck!.“

Annar segir að Ísland hafi aldrei sent frá sér almennilegt framlag í keppnina. Bætir hann við að Íslendingar ættu að „grenja úr sér hjartað“ innan um öll eldfjöllin hér á landi.

„Dragið ykkur úr keppni, ekki horfa, hættið að kvarta. Þið eruð ömurleg í Eurovision hvort sem er,“ segir enn annar og rifjar upp að við höfum bara tvisvar náð 2. sætinu í keppninni. „Ég mun allavega ekki sakna ykkar. Ég vel Ísrael fram yfir ykkur alla daga vikunnar.“

„Þetta fólk trúir enn á álfa. Ég veit ekki hvernig einhver tekur þau enn alvarlega,“ segir svo enn annar en brot af umræðunni má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt