Al-Nassr, sem er til að mynda með Cristiano Ronaldo innanborðs, hefur áhuga á tveimur leikmönnum Manchester United. Daily Mail segir frá þessu.
Sádiarabíska félagið er að undirbúa tilboð í þá Casemiro og Aaron Wan-Bissaka og munu leggja það fram fyrir lok mánaðar að sögn enska miðilsins.
Casemiro er á himinnháum launum hjá United, 375 þúsund pundum á viku og gæti því reynst freistandi að selja hann.
United hafnaði á dögunum tilboði Inter í Wan-Bissaka en það er spurning hvort Al-Nassr geti boðið betur.