Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í ansi spennandi skiptum. Þetta kom fram fyrr í dag.
Markmaðurinn átti frábært tímabil með Elfsborg í efstu deild í Svíþjóð og var valinn besti markmaður leiktíðarinnar. Nú fer hann til Brentford þar sem hann freistar þess að slá út Mark Flekken og Thomas Strakosha í baráttunni um stöðu aðalmarkvarðar.
Fabrizio Romano fjallar nánar um gang mála og segir hann að Hákon fari í læknisskoðun hjá Brentford í dag. Enska félagið mun greiða Elfsborg 3,1 milljón evra til að byrja með en upphæðin getur hækkað upp í 4 milljónir evra síðar meir.
Þá kemur einnig fram að Aston Villa og FC Kaupmannahöfn hafi boðið í leikmanninn en að Brentford hafi svo stolið honum á síðustu stundu.
Hákon á að baki sex A-landsleiki fyrir Íslands hönd og verður að öllum líkindum í rammanum í mars þegar Strákarnir okkar mæta Ísrael í ansi mikilvægum leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
🚨🇮🇸 Details of Hákon Valdimarsson deal.
🐝 Brentford deal is done as medical will take place today.
◉ €3.1m fixed fee to Elfsborg.
◉ €900k add-ons up to €4m potential total package.
◉ Copenhagen and Villa had bids rejected, Brentford hijacked the move.
Here we go. 🤝🏻 pic.twitter.com/F5V4LCezIK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2024